Cart 0
Innkaupapoki - suprise me

Innkaupapoki - suprise me

3,000 kr

Ef þú pantar þennan poka gætiru fengið hvaða lit sem er!

Pokarnir eru mjög léttir og sterkir og taka lítið pláss ef þeim er rúllað saman og vega innan við 100g, en taka allt að 15 kg.  Allir pokar koma upprúllaðir í smápoka. Engir tveir pokar eins! 

Pokarnir hafa verið notaðir í matarinnkaupin, sundferðir, útivist og margt fleira.

Pokarnir eru búnir til úr afgangsefni sem fellur til við framleiðslu fána fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Oftast eru það fánar sem hafa mistekist í prentun, þar sem litir hafa blandast, litablær er ekki réttur eða annað sem uppfyllir ekki prent-gæðakröfur. Prent gallar eru því hluti af hönnun Fánapokanna. Það má þvo pokana án þess að liturinn fari úr eða smitist. Efnið þolir veður og vind og rifna því ekki auðveldlega. 

Litirnir, áferð prentunnar og samsetning lita fer eftir því hvaða fánar koma frá Fánasmiðjunni hverju sinni og úrvalið getur því verið mjög mismunandi.


Meðmæli: 

  • "Fjölnota pokar! Fisléttir, fer ekkert fyrir þeim og fílsterkir! Ég á stóran fánapoka og hann er frábær!”
  • “Ég bý svo vel að eiga svona stóran fánapoka og hann heldur skrilljón pottum af mjólk og svitnar ekki einu sinni við það. En svona í fúlustu alvöru, þá fer afar lítið fyrir þessum pokum, sem hentar vel þeim sem hafa áhuga á að hafa svona á sér á öllum stundum (svona ef ske kynni að maður þyrfti að koma við í búð). Þar að auki eru þeir þvoanlegir. Mæli með!”
  • “Frábærir pokar, mæli með þeim”
  • “Ég er svo ánægð með minn. Nota hann daglega í skólann”